Innsýn í leik íslensks handbolta með gögnum frá HBStatz / Insights into Icelandic handball statistics

Í nýlegri grein um frammistöðugreiningu í handbolta á gögnum frá tímabilinu 2017-2018 í úrvalsdeild karla og kvenna kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Hér að neðan verður tæpt á því helsta sem kom í ljós en greinina í heild má nálgast hér: https://doi.org/10.5507/ag.2022.001.

Í efstu deild karla (hálfatvinnumennska) gefa niðurstöður til kynna að munurinn á milli liða sem tapa og þeirra sem sigra sé að mörgu leiti sambærilegu við það sem gerist á efstu stigum (sér í lagi skotnýting, markvarðsla og skotnýting utan 9m). Með smá tölfræðiæfingum fundum við út að með því að horfa bara til skotnýtingar, stolinna bolta, tæknilegra mistaka og markvörslur úr vítaköstum mætti spá fyrir sigurvegara í 84% leikja.

Í efstu deild kvenna eru sigurvegarar með betri skotnýtingu, markvörðslu, 7m nýtingu og stoðsendingar. Þá er það áhugavert að með því einu að horfa í markvörðslu og skotnýtingu má spá fyrir sigurvegara í 87% tilvika.

Þegar við berum tölfræðina í leikjum kvenna og karla saman sjáum mun á meðaltölum 9m skotnýtingar, rauðra spjalda, 2 mínútna brottvísana og tæknifeila. Það mætti hugsa sér ýmsar skýringar á þeirri niðurstöður. Þær sem við lögðum fram var að karlar eru almennt hærri og þyngri sem gerir þeim auðveldrara að skjóta nógu fast lengra frá marki (9m skotnýting), ásamt fleiri (aðrar rannsóknir) einn á einn leikstöður sem geta endað með 2 mín brottvísun eða rauðu spjaldi. Eins og sér er erfitt að útskýra tæknifeila (technical fouls) en þar gæti dómgæsla og t.d. varnaruppstilling haft mikið að segja.

Við erum að sigla inn í tíma með spennandi tækifærum til að greina handbolta og aðrar íþróttir með allri þeirri tölfræði sem í boði er. Þessi rannsókn hafði eftirfarandi takmarkanir. Stuðst var við niðurstöðu (outcome) tölfræði sem varpar ekki ljósi á ferlanna á bakvið (process) niðurstöðuna. Það var ekki tekið tillit til ólíks styrkleika liðanna í greiningunni (t.d. sterkt lið gegn veiku) sem gæti varpað betra ljósi á einkenni leikja milli liða af söma eða ólíkri getu.

Það er augljóst að stórt hlutverk markmanna endurspeglast vel í þessari tölfræði og mætti færa rök fyrir því að sú tölfræði sem haldi er gefi einna bestu mynd af hlutverki markmanna. Það er til að mynda erfiðara að setja tölur á framlag einstakra leikmanna í vörn og vel tímasett blokk línumanns sem opnar vörnina er ekki skráð sem stoðsending. Það eru klár tækifæri til að taka þessar greiningar áfram og vinna gögnin frá HBStatz meira. Hlakka til þeirrar vinnu og fylgist með 🙂

In English

Our paper on #performanceanalysis in #handball in @olísdeildin in collaboration with @hbstatz was just published recently in @actagymnica. For the full article visit, https://doi.org/10.5507/ag.2022.001 Here are the MAIN findings.

For MEN, results indicate differences between winning and losing team performances in man´s Icelandic amateur HANDBALL league are similar to those of elite teams (shots%, saves% and 9m shot%), statistically speaking. 84% of matches can be correctly classified (W/L) by only looking into shots%, #steals, #techincal fouls and 7m shot save%.

For WOMEN, results indicate winning team´s performances in Icelandic women´s handball are better than losing team´s in shooting%, saves%, 7m shots% and assists. Interestingly 87% of matches can be correctly classified (W/L) by only looking into TWO variables: Shots% and goalkeeper save%.

COMPARING gender play, a few variables emerged with moderate effect sizes: i) 9 m shot%, ii) red cards, iii) 2-minutes exclusions and iv) technical fouls indicating differences between the mean values of each gender. These differences can possibly be explained i) by men´s larger body size allowing for shooting from further away and ii) +iii) more high-intensity one-on-one situations and tackles in men’s handball. Still iv) the TF are difficult to explain with these data alone as it might be affected by factors such as defensive style of play and referees.

FURTHERMORE: Research into handball statistics is growing fast with more data available thanks to @hbstatz. Data from a whole season of women’s and men´s Icelandic top league amateur handball 2018-2019 was obtained and analyzed. Limitations include this analysis of the final result focusing solely on the outcome without regard to the underlying processes. The league is amateur and the results should be viewed in that context. The paper does not provide insight into how the opposition effect plays out when e.g. strong team faces a weak team or other strong teams.

CONCLUDING remarks. It´s obvious that the goalkeeper’s work is critical in men´s and women´s play in Icelandic handball and therefore their role is highlighted in this research. Their position is at the heart of the final outcome statistic, goal or save. It is for example way more difficult to detect the impact of a great defender (process) during play in the current statistics. There is evidence that Icelandic men’s play is similar to other elite in terms of outcome statistics while women seem to differ somewhat. There are definite possibilities to take an even closer look at the available data by defining more specific time frames and focusing on balanced games for example. More to come.

Æfingaálag íþróttafólks Smáþjóðaleikanna 2015

Þessi rannsókn var nýlega birt og fjallar um æfingaálag í nokkrum mismunandi íþróttum. Rannsóknin var gerð á íþróttafólki sem tók þátt á Smáþjóðaleikunum 2015.

Hér má sjá samantekt á greininni:

PAPESH Team (Jose M. Saavedra, Sveinn Þorgeirsson, Hafrún Kristjánsdóttir, Kristján Halldórsson, Margrét L. Guðmundsdóttir, Ingi Þ. Einarsson) have published an article in the Montenegrin Journal of Sports Science and Medicine. This peer-reviewed journal is indexed in Emerging Sources Citation Index (Clarivate Analytics before Thomson Reuters) and PubMed.

The objective of this study was to analyse the volume of training in several sports as a function of sex and age.  The study sample consisted of 302 sportspersons (men, n=132; women, n=170) who participated in the 16th Games of the Small States of Europe (1st to 6th June 2015) in representation of nine countries.  The subjects practised the following sports: artistic gymnastics, athletics, basketball, beach volleyball, golf, judo, shooting, swimming, table tennis, tennis, and volleyball, and were classified by sex, sport, and age (younger: ≤20 years; intermediate: from 21 to 30 years; older: ≥31 years. Neither interactions between the groups nor differences depending on sex were found in the training volumes, but the older the sportsperson the lower the training volume (days per week, and total time per week).  The sports with the greatest training volumes were artistic gymnastics and swimming, while those with most competitions per year were basketball and volleyball.

 Nánar hér: Tengill á síðu www.mjssm.me

 

Comparison of tr vol in diff el sports acc sex age sport.png

Nýleg grein um interval-hlaup í handboltaþjálfun

Hugsanlega eru þjálfarar farnir að huga að skipulaginu á undirbúningstímabilinu með tilheyrandi lyftingum og hlaupum. Nýlega var þessi grein birt í Journal of strength and conditioning research í febrúar síðastliðnum og er áhugaverð. Greinin heitir Effects of High-Intensity Interval Training with Different Interval Durations on Physical Performance in Handball Players og er eftir þá J. Viaño-Santasmarinas og félaga. Þeir rannsökuðu áhrif tveggja interval þjálfunaráætlana (löng hvíld vs. stutt hvíld) á unga (aldur: 22.7±3.9 ár; hæð: 181.5±6.6 sm; þyngd: 84.7±14.1 kg) vel þjálfaða handknattleiksmenn með um 11 ára þjálfunaraldur. Fljótt á litið gæti þessi lýsing á leikmönnum átt við mörg íslensk lið í efstu deild hér á landi.

Þátttakendur sem voru 18 talsins var skipt í tvo hópa og þeir æfðu aukalega 2 sinnum í viku í 6 vikur (samtals 12 æfingar). Uppsetningin var þessi:

  • Stutt hvíld: 2 set af 22 sprettum í 10 sek @95% ákefð*
  • Lengri hvíld: 5 set af 3 míntúna hlaupum @85% ákefð*

* í rannsókninni var notast við 30-15 intermittent fitness test til að ákvarða hlaupahraðann hjá hverjum og einum í hlaupalotunum.

Til að gera langa grein stutta, þá skiluðu báðar aðferðir (stutt hvíld með sprettum og lengri lotur) bætingu upp á rúmlega 8% þegar árangurinn var skoðaður út frá hlaupahraða á 30-15 prófinu fyrir og eftir þetta 6 vikna inngrip. Það samsvarar bætingu á hámarkshlaupahraða úr 16.77±1.69 km/klst [stutt hvíld] fyrir inngrip í 18.13±1.74 km/klst og úr 16.58±2.28 í 17.91±2.35 km/klst [löng hvíld].

Þá bættu leikmenn einnig samanlagðan tíma og meðaltíma í hraðaþolsprófi [Repeated Sprint Ability] Höfundar mæla með því að notast við aðferðina með stuttu hvíldinni og háákefðarsprettunum, þar sem sú aðferð er leiklíkari handbolta.

Það sem er vert að taka fram líkt og höfundar greinarinnar gera, er að í þessari rannsókn hefði verið mjög gagnlegt að hafa viðmiðunarhóp (control) sem ekki fengi inngripið. Það er þó hægara sagt en gert að fá stóran og metnaðarfullan hóp einstaklinga og láta suma æfa meira en aðra á undirbúningstímabili, og erfitt fyrir rannsakandann að selja þá hugmynd, jafnvel þó málstaðurinn sé góður.

Að lokum myndi ég mæla með því að byrja undirbúningstímabilið með hlaupum með löngu hvíldinni og færa mig svo yfir í stuttu hvíldina með hærri ákefð eftir því sem á líður undirbúninginn og nær dregur keppnistímabilinu.

Heimild:

Viaño-Santasmarinas, J., Rey, E., Carballeira, S., & Padrón-Cabo, A. (2017). Effects of High-Intensity Interval Training with Different Interval Durations on Physical Performance in Handball Players: Journal of Strength and Conditioning Research, 1. https://doi.org/10.1519/JSC.0000000000001847