Allt verkefnið orðið aðgengilegt

Þá er birtingarfasa verkefnisins lokið og allar afurðir hafa verið birtar samkvæmt verkefnislýsingu í umsókn til Þróunarsjóðs námsgagna. Framundan er áskorunin að stuðla að því að verkefnið fái dreifingu og nái til þeirra sem gætu notað afurðirnar. Það eru helst íþróttakennarar yngsta stigsins. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir viðtökurnar og þeim sem komu helst að smíði afurðanna með mér, þeim Kristjáni Halldórssyni meðhöfundi og samstarfsmanni og dr. Aroni Gauta Laxdal fyrir ráðgjöf sem hafði mikil áhrif mótun afurðanna.

Allt efnið er aðgengilegt hér í gegnum miðlana hér að neðan.

Vefsíða

www.Handboltiaheimavelli.com

Youtube

https://www.youtube.com/channel/UCWU-OV68AIEyW7U7I6UM_gw

Instagram

https://www.instagram.com/handboltiaheimavelli/  / @handboltiaheimavelli

Facebook

facebook.com/Handboltiaheimavelli/

Tölvupóstur

handboltiaheimavelli@gmail.com

Fyrirspurnum varðandi verkefnið svarar Sveinn Þorgeirsson á ofangreindum tölvupósti.

Auglýst eftir þátttakendum í gerð kennsluefnis

Í tengslum við verkefni mitt Handbolti á heimavelli býð ég til Jólaleikjafjörs þann 19. desember þar sem við munu fara í skemmtilega leiki með áherslu á kast og grip fyrir börn í 1. og 2. bekk og svo 3. og 4. bekk. Við munum taka upp myndefni á þessum viðburð til gerðar kennsluefnis í framkvæmd viðkomandi leikja.

Nánar um viðburðinn á heimasíðu verkefnisins:

Skráningarskjalið er að finna hér:  https://forms.gle/sQqUcn4Y1RLzjfLB6 

Frekari upplýsingar veiti ég í gegnum handboltiaheimavelli@gmail.com

Verkefninu “Handbolti á heimavelli” brátt ýtt úr vör

Það er talsverð tilhlökkun að gefa út væntanlegar afurðir verkefnisins “Handbolti á Heimavelli” sem ég fékk styrk fyrir frá Þróunarsjóði námsgagna í sumar. Framundan eru upptökur á kennsluefni og frekari frétta er að vænta bráðlega. Ég reikna með að geta gefið efnið út í heild sinni fljótt eftir áramót. Fyrir áhugasama er verkefnið komið með heimasíðu: https://handboltiaheimavelli.com/, instagram https://www.instagram.com/handboltiaheimavelli/ og auðvitað facebook síðu https://www.facebook.com/Handboltiaheimavelli.

Merki verkefnisins vísar til “play” takkanns sem passar vel við áhersluna á leiki. Handbolti á heimavelli er svo hugsað sem verkfærakista fyrir íþróttakennara til að sækja í við kennslu á kasti og gripi. Í verkefninu verða einnig heimaverkefni sem eiga að færa áskoranir heim til nemenda.

hlakka til að geta sýnt meira…