Sem fyrr, heiður. Takk fyrir að bjóða mér og ótrúlega gaman að segja frá vinnunni sinni á þessum vettvangi með samstarfsfólki mínu á íþróttafræðisviði HR og PAPESH. Hlakka til að segja meira frá ávinningnum síðar.
SÞ
Sem fyrr, heiður. Takk fyrir að bjóða mér og ótrúlega gaman að segja frá vinnunni sinni á þessum vettvangi með samstarfsfólki mínu á íþróttafræðisviði HR og PAPESH. Hlakka til að segja meira frá ávinningnum síðar.
SÞ
Hér er örstutt viðtal við mig á K100.5 í aðdraganda RIG ráðstefnunnar.
https://k100.mbl.is/brot/spila/2827/
Hér er svo ráðstefnan sjálf með öllum mælendum.
17:00 Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ setur ráðstefnuna.
17:05 Dr. Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við HÍ: Árangur- og hvað svo? Íslenskt íþróttafólk hefur á síðustu misserum náð eftirtektarverðum árangri. En hvaða áhrif kann þessi árangur að hafa á væntingar, áherslur og skipulag í íþróttum barna og ungmenna hér á landi?
17:20 Dr. Sigríður Lára Guðmundsdóttir dósent í íþrótta- og heilsufræði, HÍ: Svefn eða æfing? Svefn hefur áhrif á líðan og frammistöðu en íþróttaæfingar geta líka haft áhrif á svefn. Er æskilegt fyrir ungmenni að stunda æfingar snemma að morgni?
17:35 Sveinn Þorgeirsson aðjúnkt í íþróttafræði við HR: Sérhæfing ungs fólks í íþróttum. Sérhæfing í íþróttum er nauðsynleg til að ná toppárangri í hvaða íþróttagrein sem er. Hvaða þjálfun telst til sérhæfingar og hvenær er æskilegt að hefja sérhæfingu í íþróttum? Er þjálfunarumhverfi ungs íþróttafólks að breytast á Íslandi?
17:50 Sólveig Jónsdóttir: Markvisst starf og lágmörkun brottfalls Umhverfi fimleikafólks hefur breyst mikið á undanförnum árum þar sem að framboð fimleikagreina hefur aukist. Er hægt að skipuleggja betur afreksþjálfun í fimleikum á sama tíma og líftími hvers íþróttamanns í fimleikum lengist?
18:05 Daði Rafnsson, knattspyrnuþjálfari. Við eigum helling inni. Blómaskeið er í íslenskri knattspyrnu. Við eigum hins vegar helling inni þegar kemur að afreksþjálfun. Getum við orðið enn betri?
18:20 Pallborð. Ingvar Sverrisson stýrir. Í pallborði sitja fyrirlesarar.
Fyrri hluti
Snemmbær afreksþjálfun barna – Fyrri hluti from ISI on Vimeo.
Seinni hluti
Snemmbær afreksþjálfun barna – Seinni hluti from ISI on Vimeo.
SÞ
Vildi nota tækifærið og þakka fyrir boðið á þennan skemmtilega fræðslu- og umræðufund. Finnst umræðuefnið gríðarlega þarft og tilvalið að ræða nú í ljósi frábærs árangurs landsliða Íslands undanfarin ár.
Hér má svo sjá örlítið brot af því sem ég fjallaði um í fyrirlestri mínum á fundinum.
Takk fyrir mig – og vonandi taka önnur sveitarfélög þessa umræðu upp, því meira er ekki alltaf betra!
SÞ
Ég fékk að halda erindi á morgunferðafundi samstarfshópsins Náum áttum í morgun. Virkilega skemmtilegur vettvangur umræðu um líðan barna í íþróttum. Hér er svo pósterinn fyrir morgunverðarfundinn – N8mai17.
Hér er svo tiltilslæðan á fyrirlestrinum. Upptökur verða gerðar aðgengilegar á http://www.naumattum.is/.
SÞ