Allt verkefnið orðið aðgengilegt

Þá er birtingarfasa verkefnisins lokið og allar afurðir hafa verið birtar samkvæmt verkefnislýsingu í umsókn til Þróunarsjóðs námsgagna. Framundan er áskorunin að stuðla að því að verkefnið fái dreifingu og nái til þeirra sem gætu notað afurðirnar. Það eru helst íþróttakennarar yngsta stigsins. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir viðtökurnar og þeim sem komu helst að smíði afurðanna með mér, þeim Kristjáni Halldórssyni meðhöfundi og samstarfsmanni og dr. Aroni Gauta Laxdal fyrir ráðgjöf sem hafði mikil áhrif mótun afurðanna.

Allt efnið er aðgengilegt hér í gegnum miðlana hér að neðan.

Vefsíða

www.Handboltiaheimavelli.com

Youtube

https://www.youtube.com/channel/UCWU-OV68AIEyW7U7I6UM_gw

Instagram

https://www.instagram.com/handboltiaheimavelli/  / @handboltiaheimavelli

Facebook

facebook.com/Handboltiaheimavelli/

Tölvupóstur

handboltiaheimavelli@gmail.com

Fyrirspurnum varðandi verkefnið svarar Sveinn Þorgeirsson á ofangreindum tölvupósti.

Fyrirlestur um hreyfilæsi í boði ÍSÍ á Íþróttaviku

Í tilefni af Íþróttaviku Evrópu sem er haldin 23. – 30. september ár hvert býður ÍSÍ íþróttahéruðum og sveitafélögum að fá fyrirlestra tengda hreyfingu og íþróttum.

Það verður í boði að fá fyrirlestur um hreyfilæsi (e. Physical literacy) sem er hugmyndafræði sem hefur fengið talsverða umfjöllun erlendis undanfarin ár. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um undirstöðurnar og tengingar við grundvallarhreyfingar (fundamental movement skills). Þá verður eftirfarandi spurningum meðal annars velt upp

Fyrir hvað stendur hugmyndafræði hreyfilæsis fyrir?

Eiga hugmyndir um hreyfilæsi erindi í skólakerfið?

Hér má sjá stutt myndskeið um hreyfilæsi.

Umræðan heldur áfram

Hér er örstutt viðtal við mig á K100.5 í aðdraganda RIG ráðstefnunnar.

https://k100.mbl.is/brot/spila/2827/

Hér er svo ráðstefnan sjálf með öllum mælendum.

17:00 Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ setur ráðstefnuna.

17:05 Dr. Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við HÍ: Árangur- og hvað svo? Íslenskt íþróttafólk hefur á síðustu misserum náð eftirtektarverðum árangri. En hvaða áhrif kann þessi árangur að hafa á væntingar, áherslur og skipulag í íþróttum barna og ungmenna hér á landi?

17:20 Dr. Sigríður Lára Guðmundsdóttir dósent í íþrótta- og heilsufræði, HÍ: Svefn eða æfing? Svefn hefur áhrif á líðan og frammistöðu en íþróttaæfingar geta líka haft áhrif á svefn. Er æskilegt fyrir ungmenni að stunda æfingar snemma að morgni?

17:35 Sveinn Þorgeirsson aðjúnkt í íþróttafræði við HR: Sérhæfing ungs fólks í íþróttum. Sérhæfing í íþróttum er nauðsynleg til að ná toppárangri í hvaða íþróttagrein sem er. Hvaða þjálfun telst til sérhæfingar og hvenær er æskilegt að hefja sérhæfingu í íþróttum? Er þjálfunarumhverfi ungs íþróttafólks að breytast á Íslandi?

17:50 Sólveig Jónsdóttir: Markvisst starf og lágmörkun brottfalls Umhverfi fimleikafólks hefur breyst mikið á undanförnum árum þar sem að framboð fimleikagreina hefur aukist. Er hægt að skipuleggja betur afreksþjálfun í fimleikum á sama tíma og líftími hvers íþróttamanns í fimleikum lengist?

18:05 Daði Rafnsson, knattspyrnuþjálfari. Við eigum helling inni. Blómaskeið er í íslenskri knattspyrnu. Við eigum hins vegar helling inni þegar kemur að afreksþjálfun. Getum við orðið enn betri?

18:20 Pallborð. Ingvar Sverrisson stýrir. Í pallborði sitja fyrirlesarar.

Fyrri hluti

Snemmbær afreksþjálfun barna – Fyrri hluti from ISI on Vimeo.

Seinni hluti

Snemmbær afreksþjálfun barna – Seinni hluti from ISI on Vimeo.

Er meira betra?

Vildi nota tækifærið og þakka fyrir boðið á þennan skemmtilega fræðslu- og umræðufund. Finnst umræðuefnið gríðarlega þarft og tilvalið að ræða nú í ljósi frábærs árangurs landsliða Íslands undanfarin ár.

ITG_opinnfundur_140917_mynd

Hér má svo sjá örlítið brot af því sem ég fjallaði um í fyrirlestri mínum á fundinum.

This slideshow requires JavaScript.

Takk fyrir mig – og vonandi taka önnur sveitarfélög þessa umræðu upp, því meira er ekki alltaf betra!