Í útvarpinu…

Ég var fenginn í útvarpsviðtal á Samfélaginu á Rás 1 í síðustu viku. Gaman að fá að fjalla um hvernig ég hef verið að upplifa áskoranir ungs íþróttafólks á þessum tímum í gegnum kennsluna í Borgarholtsskóla til dæmis.

Screenshot 2020-05-06 at 11.44.02

https://www.ruv.is/utvarp/spila/samfelagid/23617/7hl5dv

Sveinn Þorgeirsson íþróttafræðingur: Fjallað er um hreyfingu á tímum Covid, þegar skipulögðum æfingum og mótum sleppir, hvernig viðheldur bæði afreksíþróttafólk og almenningur árangri sínum?

21 dagur til stefnu, – gerum þetta vel

Það má gera ráð fyrir auknu fútti í æfingum þann 4. maí hjá mörgu íþróttafólki. Það glittir í bjartari daga í sportinu með afléttingu takmarkana. Ef ég væri þjálfari að hefja æfingar á nýjan leik á þeim tímapunkti myndi ég biðja mitt íþróttafólk að koma með æfingadagbók síðustu 3ja vikna með sér.

Þannig mætti betur áætla það stand sem íþróttafólkið er í og hvernig sé óhætt að hefja æfingar á nýjan leik út frá magni og ákefð, og jafnvel einstaklingsbundið. Einstaklingar sem hafi sinnt sér illa, æft lítið á þessum tíma fengju ekki að æfa af sama krafti og hinir þegar allt fer á fullt. Ábyrgðin er þeirra. Æfingar dagsins í dag byggja á því sem gert var í gær.

Skráningin þarf ekki að vera flókin eða tímafrek til að vera gagnleg. Einfalt væri t.d. að setja þetta upp á þessa leið.

Screenshot 2020-04-14 at 14.10.38

Excel skráningarform fyrir 21 dags dagbók

Lykiltölurnar um ákefð og magn eru inni í þessari einföldu formúlu fyrir æfingaálag. Þær segja sögu, ekki alla, en þó nógu mikið til að þjálfari hafi gagn af. Það væri t.d. ekki skynsamlegt að byrja 5x 90 mín æfingar í viku þann 4. maí ef íþróttafólkið þitt hefur aðeins verið að æfa 3×30 mínútur. Það er ávísun á vandræði. Sömuleiðis þarftu að huga vel að ákefðinni ef viðkomandi hefur haft það of kósí í samkomubanninu.

Kæri íþróttamaður. Það er nægur tími til að koma vel undirbúin til æfinga að nýju. Byrjaðu að skrá og byggja þig upp í æfingaálag sem þú varst vön/vanur fyrir samkomubann. Það má því byggja ofan á vikuna á undan. Ekki setja allt á fullt ef þú hefur bara verið í 2 gír.

Kæri þjálfari. Hér ertu með dæmi um tól sem hægt væri að nýta til að hafa ókeypis yfirlit yfir þá þjálfun sem iðkandinn þinn hefur gert á meðan samkomubanninu stendur. Sé það notað á réttan hátt gæti það virkað hvetjandi og gott aðhald við þitt íþróttafólk.

john-arano-h4i9G-de7Po-unsplash
Photo by John Arano on Unsplash

Förum varlega af stað 🙂

Heimild vegna RPE skalans

Foster, C., Florhaug, J. A., Franklin, J., Gottschall, L., Hrovatin, L. A., Parker, S., Doleshal, P., & Dodge, C. (2001). A New Approach to Monitoring Exercise Training: Journal of Strength and Conditioning Research, 15(1), 109–115. https://doi.org/10.1519/00124278-200102000-00019
mæli einnig með…
Newsletter, T. U. (2020). 🎤🏀⚽ Upside: Testimonials from Top coaches/trainers/Startups on what to do during COVID-19 crisis. Retrieved April 14, 2020, from https://www.theupside.us/p/-upside-testimonials-from-top-coachestrainerssta