Lauflétt innslag um íþróttir fyrir alla

Hér er smá spjall við mig þar sem útgangspunkturinn er verkefnið „Allir með“ sem Höttur á Egilsstöðum er að fara af stað með. Mér þykir þetta afar áhugavert eðlilega 🙂

https://www.ruv.is/utvarp/spila/samfelagid/23617/7hl5r1/ithrottir-fyrir-alla-sveinn-thorgeirsson

Það verða allir með fyrir austan

Það verður virkilega gaman að fylgjast með spennandi verkefni fyrir austan sem ber heitið Allir með! og miðar að skipulagningu íþróttaþátttöku barna í 1. og 2. bekk grunnskóla. Ég fékk að koma að stefnumótuninni í ráðgjafarhlutverki. Ég er þess fullviss að til langs tíma er þessi nálgun mjög heillavænleg fyrir börnin.

Markmið verkefnisins er að gefa börnum í 1.-2. bekk kostur á að geta valið að iðka fleiri en eina íþróttagrein á jafningjagrundvelli, óháð ytri aðstæðum eins og þrýstingi frá vinum, fjárhag fjölskyldna,
bakgrunns eða öðrum ástæðum.

Verkefnið

Í tilefni af þessu verkefni var stutt viðtal við mig á RÚV.

https://www.ruv.is/frett/2022/04/18/nytt-fyrirkomulag-i-ithrottaaefingum-yngstu-barna