9 kommon sens fyrir verðandi íþróttakennara

Af hverju þarf skólakerfið á íþróttakennslu að halda? Eftir örfáar vikur mun ég hefjast handa við að kenna nemendum á háskólastigi kennslufræði í Háskólanum í Reykjavík og hvetja verðandi íþróttafræðinga til dáða í baráttunni okkar. Sem er eins gott því þetta er barátta.

Screenshot 2019-10-22 at 11.00.12.png

Heilbrigði og velferð eru tvær af meginstoðum náms í grunnskóla og þar gegna íþróttakennarar lykilhlutverki. Íþróttakennarar eru í fremstu víglínu skólastarfsins á hverjum degi. Tími barna sem varið er í skipulagða hreyfingu, heilsueflingu og íþróttir var skertur í framhaldsskóla með hlutfallslegri fækkun eininga íþrótta til stúdentsprófs. Þar var skref tekið til baka í heilsueflingu unglinga í framhaldsskóla, svo mikið er víst.

Íþróttakennarar í grunnskóla þurfa ekki síður að vera með bein í nefinu. Þar þurfum við m.a. að berjast fyrir því að tími barnanna í íþróttum gjaldi ekki fyrir það að þau þurfi að koma sér í íþróttahúsið/sundlaugina og fara í sturtu. Þá er mikilvægt að íþróttatímum sé ekki skellt saman af “hagræðingar” sjónarmiðum til að fá “meira” út úr tímunum. Þar gildir að tveir stuttir tímar eru betri en einn langur.

Í dag fá skólaíþróttir (leikfimi og sund) tæplega 9% skólatíma barna 5-15 ára samkvæmt námsskrá og í tilefni af því legg ég til 9 kommon sens niðurstöður rannsókna fyrir því af hverju skólaíþróttir eru ómissandi fyrir skólakerfið (fengnar úr frétt frá 2016 af heimasíðu Evrópusambandsins).

  1. Hreyfing og íþróttir örvar og styrkir heilastarfsemina og hefur þannig umtalsverð langvarandi áhrif á afköst heilans í öðrum daglegum störfum. Hlekkur á rannsókn á heilastarfsemi.
  2. Hreyfing og íþróttir geta haft jákvæð áhrif á hæfileikann til náms og á minni sem getur vitaskuld haft víðtæk áhrif á líf einstaklinga. Hlekkur á minnis- og námsrannsókn.
  3. Hreyfing og íþróttir, meira að segja í smáum skömmtum geta haft jákvæð áhrif á athygli og einbeitingu sem hefur mikil áhrif á það hvernig við lærum og tökum inn upplýsingar úr umhverfi okkar. Hlekkur á einbeitningar og athygli rannsókn.
  4. Hreyfing getur haft jákvæð áhrif á læsi á tölur og bókstafi meðal annars í vegna ofangreindra áhrifa hreyfingar á getu til náms. Hlekkur á læsis-rannsókn.
  5. Regluleg hreyfing getur bætt andlega vellíðan með því að létta kvíða og þunglyndi (hlekkur á kvíða og þunglyndisrannsóknir) sem getur verið sérlega mikið vandamál fyrir fullorðna. Hlekkur á aðra kvíða og þunglyndisrannsókn.
  6. Aukin skuldbinding og þátttaka. Skipulagt íþrótta- og tómstundastarf og hreyfing getur verið sérstaklega mikilvæg til að auka virkni nemenda og  styrkja þau félagslega. Rannsókn á þátttöku og skuldbindingu.
  7. Námsárangur þeirra sem sem hreyfa sig er betri en þeirra sem ekki gera það, auk þess sem meiri hreyfing leiði til meiri afkasta. Hlekkur á rannsókn á bættum námsárangri. Hlekkur á rannsóknir um bættan námsárangur.
  8. Nemendur sem hreyfa sig eru að jafnaði hæfari til starfa, læra lengur, eiga auknar líkur á að tryggja sér störf og fá stöðuhækkanir. Hlekkur á rannsókn um stöðuhækkanir.
  9. Fólk sem hreyfir sig eru betri starfskraftar, heilsuhraustari, skilvirkari og áreiðanlegri, og þannig eftirsóttari sem slík. Hlekkur á rannsókn um starfskrafta.

þýtt úr samantekt frá 9-research-findings-show-why-education-needs-sport

Skipulagt íþróttastarf stendur að mörgu leiti sterkt hér á landi með vísan í góða þátttöku á barnsaldri og árangri í vímuefnaforvörnum. En, við náum ekki til allra, meðal annars af því að líklega eru íþróttir ekki fyrir alla. Fjölbreytt hreyfing af þeim toga sem hver og einn kýs ÞARF hins vegar að vera hluti af lífstíl hvers og eins. Til þess þarf að byggja góðan hreyfigrunn (fimi í leik og hreyfingum) og kynna nemendur fyrir fjölbreyttum tækifærum til hreyfingar þarf einlægan áhuga kennarans á hvers kyns hreyfingu, heilsunnar vegna. Hreyfing á skólatíma ein og sér er aðeins byrjunin, og bara brot af þeim 60 mínútum sem börnin þurfa af hreyfingu daglega. Því þarf íþróttakennarinn að kveikja neista að ævilöngum áhuga á heilsusamlegum lífstíl á unga aldri.

Áherslur í skólastarfi munu breytast og þróast. Áhersla á heilsu og mikilvægi hennar til að njóta tímans sem við fáum með fjölskyldu og vinum verður ævarandi undirstaða hamingjusamlegs lífs. Þetta tvennt þarf að fara saman.

Hlakka til að vinna með ykkur í áfanganum í lok nóvember kæru nemendur við íþróttafræði HR.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s